Málþing: Söfn í þágu fræðslu og rannsókna

Íslandsdeild ICOM, FÍSOS og safnaráð boða til málþings í aðdraganda Alþjóðlega safnadagsins undir yfirskriftinni Söfn í þágu fræðslu og rannsókna, sem jafnframt er þema safnadagsins árið 2024. Málþingið verður haldið í Listasafni Reykjavíkur, Kjarvalsstöðum, þriðjudaginn 14. maí kl. 13:00-14:30 en að því loknu verður boðið upp á léttar veitingar og í framhaldi af því verður …

Lesa meira

Alþjóðlegi safnadagurinn 2024

Yfirskrift Alþjóðlega safnadagsins í ár, Söfn í þágu fræðslu og rannsókna, snýr að mikilvægi menningarstofnana þegar kemur að því að bjóða upp á heildræna fræðslu og tækifæri til þekkingaröflunar.  Söfn eru fræðslumiðstöðvar samfélagsins þar sem þau glæða forvitni, sköpunargleði og gagnrýna hugsun. Nú í ár er vakin athygli á þætti safna í að styðja við …

Lesa meira

Safnasóknin 2024

Félag íslenskra safna og safnafólks (FÍSOS) hefur farið af stað með áhugavert og mikilvægt verkefni sem ber yfirskriftina Safnasóknin 2024. Markmiðið er að vekja athygli á því mikilvæga starfi sem söfnin sinna og þeim vanda sem þau söfn standa frammi fyrir. Safnafólki úr hverjum landshluta er boðið á fundina og haldnir verða fjórir vinnufundir víðsvegar …

Lesa meira

Lokadagur skilaskýrslna nálgast – 1.mars 2024

Skiladagur ársins 2024 fyrir skilaskýrslur um nýtingu styrkja úr safnasjóði nálgast, en það er 1.mars 2024. Við minnum á að það er á ábyrgð styrkhafa að skila skýrslum á réttum tíma. Ef skýrslum er skilað seint, þá getur það frestað greiðslum styrkja úr safnasjóði. Listi yfir styrki má finna hér fyrir neðan Skilaskýrslur með skilafrest …

Lesa meira

Aðalúthlutun 2024

Úthlutun fór fram í Safnahúsinu við hátíðlega athöfn að viðstöddu fjölmenni þar sem styrkþegar tóku á móti viðurkenningarskjölum. Úthlutunarboð safnaráðs fór fram í kjölfar ársfundar höfuðsafnanna þriggja; Þjóðminjasafn Íslands/ National Museum of Iceland, Listasafn Íslands / National Gallery of Iceland og Náttúruminjasafn Íslands í fyrirlestrasal Safnahússins við Hverfisgötu þriðjudaginn 23. janúar. Dagskrá fundarins hófst kl. …

Lesa meira

Ársfundur höfuðsafnanna og úthlutunarboð safnasjóðs

Þjóðminjasafn Íslands, Listasafn Íslands og Náttúruminjasafn Íslands ásamt safnaráði boða til árlegs fundar fyrir viðurkennd söfnsöfn.  Fundurinn mun fara fram í fyrirlestrasal Safnahússins við Hverfisgötu. Hægt er að sjá upptöku frá fundinum hér.  Dagskrá Ársfundar höfuðsafnanna og safnaráðs 14:00 – Velkomin – kaffi verður frammi fyrir gesti 14:15 – 14:45 – Aðgerðaráætlun Stefnumörkunar um safnastarf …

Lesa meira

Aukaúthlutun úr safnasjóði 2023

Menningarráðherra hefur nú úthlutað 24.800.000 kr. úr aukaúthlutun safnasjóðs 2023. Úr aukaúthlutun 2023 var 82 styrkjum úthlutað til 37 viðurkenndra safna, 59 styrkir eru til símenntunarverkefna og námskeiðahalds og 23 styrkir til stafrænna kynningarmála. Ráðherra úthlutar úr safnasjóði að fenginni umsögn safnaráðs. Listi yfir styrkveitingar úr aukaúthlutun safnasjóðs 2023   Úthlutun úr safnasjóði 2023 Úr …

Lesa meira

Jólakveðja frá safnaráði

Safnaráð óskar safnmönnum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og þakkar fyrir árið sem er að líða. Skrifstofa safnaráðs verður lokuð yfir jólin og opnar á ný miðvikudaginn 3. janúar 2024.

Lesa meira

Póstlisti safnaráðs

Safnaráð er að fara af stað með póstlista og býður safnafólki að skrá sig. Markmiðið með póstlista safnaráðs er að senda safnafólki gagnlegar upplýsingar úr safnastarfinu og er fyrst og fremst ætlaður fólki sem starfar í viðurkenndum söfnum. Ef þú hefur áhuga á að fá upplýsingar um t.a.m. umsóknarfresti eða skýrsluskil safnasjóðs eða aðrar gagnlegar …

Lesa meira

Farskóli FÍSOS 2023 – Fagráðstefna safnafólks

Farskóli FÍSOS er árleg ráðstefna safna og safnmanna. Þetta árið fór farskólinn fram í Hollandi þar sem tæplega 120 farskólagestir lögðu leið sína til Amsterdam daganna 10.-13. október. Ráðstefnan er skipulögð af Félagi íslenskra safna og safnafólks. Á þessum ráðstefnum er lögð rík áhersla á að veita mikilvæga starfsþróun og símenntun fyrir fagið, skapa vettvang …

Lesa meira