Safnaráð er ... 

Megin hlutverk safnaráðs er að hafa eftirlit með safnastarfsemi í landinu, vinna að stefnumörkun um safnastarf, fjalla um stofnskrár og viðurkenningar safna og veita umsagnir um styrkumsóknir í safnasjóð.

Mennta- og menningarmálaráðherra skipar safnaráð til fjögurra ára í senn.


Fréttir

Veiðisafnið,  viðurkennt safn - 23.9.2014

Ráðherra mennta- og menningarmála hefur nú að tillögu safnaráðs veitt Veiðisafninu viðurkenningu skv. safnalögum. Safnið sótti um endurupptöku fyrri ákvörðunar á grundvelli nýrra gagna og afgreiddi safnaráð tillögu um viðurkenningu safnsins á fundi sínum í ágúst.  Lesa meira

Fræðslufundur safnaráðs - 19.9.2014

Safnaráð boðar til fræðslufundar þann 3. október kl. 13:30 í fundarsal Þjóðminjasafns um umsóknir í safnasjóð, skilgreiningu verkefna og aðra styrki. Fjallað verður um hvernig skilgreina skuli verkefni, Þróunarsjóð EFTA og farið yfir umsóknareyðublað sjóðsins.

Lesa meira

Safnasjóður 2015 - 26.8.2014

Auglýst verður eftir umsóknum í safnasjóð fyrir árið 2015 í lok september. Umsóknarvefur safnasjóðs verður þá aðgengilegur umsækjendum. Innskráning fer fram í gegnum Íslykil en sækja má um aðgang hér. Umsóknarfrestur verður til 15. nóvember.

Lesa meira

Umsóknir í Safnasjóð

Umsóknir í safnasjóð 2015

Umsóknarfrestur í safnasjóð árið 2015 verður til 15. nóvember 2014.

 Mennta og menningarmálaráðherra úthlutar úr safnasjóði að fenginni tillögu safnaráðs. Tillaga safnaráðs verður unnin samkvæmt úthlutunarreglum ráðsins frá 18.09.2013, safnalögum nr.141/2011 og í anda þess sem fram kemur í auglýsingu um styrki úr safnasjóði.
Lesa meira

Safnasjóður leiðbeiningar

Markmiðið með þessum leiðbeiningum er að gefa hagnýtar ráðleggingar um gerð umsókna, gera umsækjendur hæfari í að sækja um styrki og fækka umsóknum sem uppfylla ekki viðmið og reglur sjóðsins.

Lesa meira