Safnaráð er ... 

Megin hlutverk safnaráðs er að hafa eftirlit með safnastarfsemi í landinu, vinna að stefnumörkun um safnastarf, fjalla um stofnskrár og viðurkenningar safna og veita umsagnir um styrkumsóknir í safnasjóð.

Mennta- og menningarmálaráðherra skipar safnaráð til fjögurra ára í senn.


Fréttir

SAFNARÁÐ AUGLÝSIR EFTIR UMSÓKNUM UM STYRKI ÚR SAFNASJÓÐI Á ÁRINU 2017. - 20.10.2016

Safnaráð veitir umsögn um styrkumsóknir úr safnasjóði. Mennta- og menningarmálaráðherra úthlutar styrkjum úr safnasjóði að fengnum tillögum safnaráðs samkvæmt safnalögum og úthlutunarreglum ráðsins frá 29. september 2015.

Veittir eru bæði verkefnastyrkir og rekstrarstyrkir úr safnasjóði, upphæð og fjöldi veittra styrkja ræðst af ráðstöfunarfé sjóðsins auk fjölda og gæðum umsókna.

Lesa meira

Símenntunarstyrkir safnasjóðs 2016. - 11.10.2016

Haustið 2016 verða veittir símenntunarstyrkir til eflingar faglegu starfi viðurkenndra safna. Tilgangur með þessum styrkjum er að styrkja faglegt starf safnanna og efla þátt símenntunar.
Lesa meira

16 viðurkennd söfn hafa fengið tilkynningu um eftirlit safnaráðs - 19.9.2016

16 söfn hafa nú fengið tilkynningu um eftirlit safnaráðs. Um er að ræða b) lið hins þríþætta eftirlits: Eftirlit með húsakosti safnsins, aðbúnaði safnkosts, varðveislu gripa og öryggismálum. Er því framfylgt með eyðublaði safna sem þau skila til safnaráðs og úttekt forvarða á staðnum.

Lesa meira

Umsóknir í Safnasjóð

OPIÐ ER FYRIR UMSÓKNIR Í SAFNASJÓÐ 2017. UMSÓKNARFRESTUR ER TIL
1. DESEMBER 2016.

Opið er fyrir umsóknir um símenntunarstyrki til viðurkenndra safna til 11. nóvember 2016.

Lesa meira

Verklagsreglur vegna úthlutunar úr safnasjóði.

Vegna nýrra úthlutunarreglna safnasjóðs hafa nýjar verklagsreglur verið samþykktar.
Verklagsreglum er einnig hægt að niðurhala hér

Lesa meira