Safnaráð er ... 

Megin hlutverk safnaráðs er að hafa eftirlit með safnastarfsemi í landinu, vinna að stefnumörkun um safnastarf, fjalla um stofnskrár og viðurkenningar safna og veita umsagnir um styrkumsóknir í safnasjóð.

Mennta- og menningarmálaráðherra skipar safnaráð til fjögurra ára í senn.


Fréttir

Nýjar úthlutunarreglur safnasjóðs - 24.6.2016

Með vísan til i-liðar 7. gr. safnalaga, nr. 141/2011, hefur mennta- og menningarmálaráðherra hinn 1. júní 2016 staðfest úthlutunarreglur safnasjóðs samkvæmt fylgiskjali með auglýsingu þessari. Úthlutunarreglurnar voru samþykktar á fundi stjórnar safnaráðs hinn 29. september 2015.

Lesa meira

ÚTHLUTUN ÚR SAFNASJÓÐI 2016 - 22.4.2016

Mennta- og menningarmálaráðherra hefur að fenginni umsögn safnaráðs úthlutað úr safnasjóði 2016, alls 108,4 milljónum króna.  Lesa meira

Nýting styrkja úr safnasjóði árið 2014 - 19.4.2016

Samkvæmt safnalögum ber þeim sem fá styrk úr safnasjóði að skila lokaskýrslu innan árs frá áætluðum lokum verkefnis. Nú líður senn að því að tvö ár séu liðin frá úthlutun styrkja árið 2014 og þar sem styrkir eru veittir til eins árs má gera ráð fyrir að ár verði liðið frá lokum allra verkefna þann 30. apríl n.k. Lesa meira

Umsóknir í Safnasjóð

Lokað er fyrir umsóknir í safnasjóð

Safnaráð mun auglýsa eftir umsóknum um styrki úr safnasjóði fyrir árið 2017 haustið 2016.

 

Hlutverk safnasjóðs er að styrkja starf þeirra safna sem falla undir safnalög nr. 141/2011 .  Safnaráð gerir tillögu til mennta- og menningarmálaráðherra um úthlutun úr sjóðnum samkvæmt safnalögum úthlutunarreglum ráðsins.
Upphæð og fjöldi veittra styrkja fer eftir fjárveitingu á fjárlögum og umsóknum.

Lesa meira

Safnasjóður leiðbeiningar

Markmiðið með þessum leiðbeiningum er að gefa hagnýtar ráðleggingar um gerð umsókna, gera umsækjendur hæfari í að sækja um styrki og fækka umsóknum sem uppfylla ekki viðmið og reglur sjóðsins.

Lesa meira