Safnaráð er ... 

Megin hlutverk safnaráðs er að hafa eftirlit með safnastarfsemi í landinu, vinna að stefnumörkun um safnastarf, fjalla um stofnskrár og viðurkenningar safna og veita umsagnir um styrkumsóknir í safnasjóð.

Mennta- og menningarmálaráðherra skipar safnaráð til fjögurra ára í senn.


Fréttir

Málþing um rannsóknir í söfnum 6. nóvember - 13.10.2014

Safnaráð stendur fyrir málþingi um rannsóknir safna í Þjóðminjasafninu þann 6. nóvember. 

Rannsóknir eiga að vera mikilvægur hluti af safnastarfi og ein af forsendum þess að safnastarf sé í takt við tímann. Safnaráð vill kanna og meta vægi rannsókna í starfi safna og finna leiðir til að styrkja þátt rannsókna í safnastarfi.

Athyglinni verður beint að hlutverki rannsókna í starfi safna og að þætti safna í að efla skilning á þróun og stöðu menningar, lista, náttúru og vísinda með rannsóknum sínum og miðlun þeirra. 

Skoðað verður hvað einkennir safnarannsóknir og hverjar væntingar fræðasamfélagsins séu til safna sem rannsóknarstofnana.

Lesa meira

Upptaka af fræðslufundi safnaráðs - 6.10.2014

Safnaráð hélt þann 3. október s.l. fræðslufund í Þjóðminjasafninu. Upptaka af fundinum er nú aðgengileg.

Lesa meira

Umsóknir í safnasjóð 2015 - 3.10.2014

Safnaráð auglýsir eftirumsóknum um styrki úr safnasjóði á árinu 2015.

Umsóknarfrestur er til 15. nóvember 2014.

Umsóknum skal skila með því að fylla út umsóknareyðublað á vefsíðu safnaráðs.
Lesa meira

Umsóknir í Safnasjóð

Umsóknir í safnasjóð 2015

Umsóknarfrestur í safnasjóð árið 2015 verður til 15. nóvember 2014.

 Mennta og menningarmálaráðherra úthlutar úr safnasjóði að fenginni tillögu safnaráðs. Tillaga safnaráðs verður unnin samkvæmt úthlutunarreglum ráðsins frá 18.09.2013, safnalögum nr.141/2011 og í anda þess sem fram kemur í auglýsingu um styrki úr safnasjóði.
Lesa meira

Safnasjóður leiðbeiningar

Markmiðið með þessum leiðbeiningum er að gefa hagnýtar ráðleggingar um gerð umsókna, gera umsækjendur hæfari í að sækja um styrki og fækka umsóknum sem uppfylla ekki viðmið og reglur sjóðsins.

Lesa meira