Safnaráð er ... 

Megin hlutverk safnaráðs er að hafa eftirlit með safnastarfsemi í landinu, vinna að stefnumörkun um safnastarf, fjalla um stofnskrár og viðurkenningar safna og veita umsagnir um styrkumsóknir í safnasjóð.

Mennta- og menningarmálaráðherra skipar safnaráð til fjögurra ára í senn.


Fréttir

Takmörkuð starfsemi á skrifstofu safnaráðs - 30.9.2015

 Næstu vikur verður aðeins um takmarkaða starfsemi að ræða á skrifstofu safnaráðs.
Framkvæmdastjóri hefur látið af störfum en nýr framkvæmdastjóri hefur ekki verið ráðinn, gengið verður frá ráðningu hans á næstu vikum. Á meðan beðið er má senda fyrirspurnir á netfangið safnarad@safnarad.is og verður þeim svarað eins og kostur er.

Umsóknir í safnasjóð árið 2016 - 30.9.2015

Safnaráð auglýsir eftir umsóknum um styrki úr safnasjóði á árinu 2016.

Hlutverk safnasjóðs er að styrkja starf þeirra safna sem falla undirsafnalög nr. 141/2011.  Safnaráð gerir tillögu til mennta- og menningarmálaráðherra um úthlutun úr sjóðnum samkvæmt safnalögum og úthlutunarreglum ráðsins frá 18. september 2013.  Upphæð og fjöldi veittra styrkja fer eftir fjárveitingu á fjárlögum og umsóknum. 

Lesa meira

Eftirlit með viðurkenndum söfnum - 1.9.2015

Safnaráði er samkvæmt safnalögum falið að hafa eftirlit með viðurkenndum söfnum sem starfa eftir skilmálum safnaráðs um starfsemi viðurkenndra safna. Að undanförnu hefur verið unnið að undibúningi fyrsta áfanga þessa eftirlits og verða 8 söfn í nágrenni Reykjavíkur heimsótt nú í nóvember og desember.

Lesa meira

Umsóknir í Safnasjóð

Umsóknir í safnasjóð 2016

Umsóknarfrestur í safnasjóð árið 2016 verður 15. nóvember 2015.

 Mennta og menningarmálaráðherra úthlutar úr safnasjóði að fenginni tillögu safnaráðs. Tillaga safnaráðs verður unnin samkvæmt úthlutunarreglum ráðsins frá 18.09.2013, safnalögum nr.141/2011 og í anda þess sem fram kemur í auglýsingu um styrki úr safnasjóði.

Lesa meira

Safnasjóður leiðbeiningar

Markmiðið með þessum leiðbeiningum er að gefa hagnýtar ráðleggingar um gerð umsókna, gera umsækjendur hæfari í að sækja um styrki og fækka umsóknum sem uppfylla ekki viðmið og reglur sjóðsins.

Lesa meira