Safnaráð er ... 

Megin hlutverk safnaráðs er að hafa eftirlit með safnastarfsemi í landinu, vinna að stefnumörkun um safnastarf, fjalla um stofnskrár og viðurkenningar safna og veita umsagnir um styrkumsóknir í safnasjóð.

Mennta- og menningarmálaráðherra skipar safnaráð til fjögurra ára í senn.


Fréttir

Ársskýrsla safnaráðs 2014 - 11.5.2015

Ársskýrsla safnaráðs fyrir árið 2014 er nú aðgengileg á vef ráðsins. Skýrslan var samþykkt á 141. fundi ráðsins þann 13. apríl s.l. 

Í skýrslunni er samantekt á rekstri viðurkenndra safna árið 2013 og yfirlit yfir úthlutun úr safnasjóði árið 2014.
Lesa meira

Mat á ánægju - 24.4.2015

Safnaráð hefur nú sent forsvarsmönnum þeirra safna og verkefna sem fengu styrki úr sjóðnum í ár beiðni um að taka þátt í stuttri könnun á vegum ráðsins. Markmiðið með könnununni er að meta ánægju viðskiptavina sjóðsins með umsóknarferlið og fá ábendingar um hvað má betur fara. 

Lesa meira

Árlegur umsóknarfrestur um viðurkenningu er til 31. ágúst - 22.4.2015

Safnaráð minnir á að síðasti skiladagur umsókna um viðurkenningu samkvæmt safnalögum, til að umsóknin verði afgreidd áður en umsóknarfrestur í safnasjóð fyrir árið 2016 rennur út, er 31. ágúst 2015. Umsóknir sem berast eftir þann tíma verða ekki afgreiddar fyrr en að lokinni úthlutun úr safnasjóði 2016. Lesa meira

Umsóknir í Safnasjóð

Umsóknir í safnasjóð 2016

Umsóknarfrestur í safnasjóð árið 2016 verður í nóvember 2015.

 Mennta og menningarmálaráðherra úthlutar úr safnasjóði að fenginni tillögu safnaráðs. Tillaga safnaráðs verður unnin samkvæmt úthlutunarreglum ráðsins frá 18.09.2013, safnalögum nr.141/2011 og í anda þess sem fram kemur í auglýsingu um styrki úr safnasjóði.
Lesa meira

Safnasjóður leiðbeiningar

Markmiðið með þessum leiðbeiningum er að gefa hagnýtar ráðleggingar um gerð umsókna, gera umsækjendur hæfari í að sækja um styrki og fækka umsóknum sem uppfylla ekki viðmið og reglur sjóðsins.

Lesa meira