Safnaráð er ... 

Megin hlutverk safnaráðs er að hafa eftirlit með safnastarfsemi í landinu, vinna að stefnumörkun um safnastarf, fjalla um stofnskrár og viðurkenningar safna og veita umsagnir um styrkumsóknir í safnasjóð.

Mennta- og menningarmálaráðherra skipar safnaráð til fjögurra ára í senn.


Fréttir

Safnasjóður 2015 - 26.8.2014

Auglýst verður eftir umsóknum í safnasjóð fyrir árið 2015 í september. Umsóknarvefur safnasjóðs verður þá aðgengilegur umsækjendum. Innskráning fer fram í gegnum Íslykil en sækja má um aðgang hér.

Lesa meira

Þrjú söfn fá viðurkenningu - 2.7.2014

Ráðherra mennta og menningarmála hefur nú að tillögu safnaráðs veitt Minjasafninu á Bustarfelli, Safnasafninu og Sauðfjársetrinu á Ströndum viðurkenningu samkvæmt safnalögum.  Lesa meira

Viðurkenning safna, árlegur umsóknarfrestur - 26.6.2014

Safnaráð hefur samþykkt að síðasti skiladagur umsókna um viðurkenningu samkvæmt safnalögum, til að umsóknin verði afgreidd áður en umsóknarfrestur í safnasjóð rennur út, sé 31. ágúst ár hvert. Umsóknir sem berast eftir þann tíma verða ekki afgreiddar fyrr en að lokinni næstu úthlutun úr safnasjóði. Lesa meira

Umsóknir í Safnasjóð

Umsóknir í safnasjóð 2014

Umsóknarfrestur í safnasjóð árið 2014 

rann út 31. desember s.l.

Mennta og menningarmálaráðherra hefur nú úthlutað 

úr safnasjóði að fenginni tillögu safnaráðs. 

Tillaga safnaráðs var unnin samkvæmt úthlutunarreglum ráðsins frá 18.09.2013, safnalögum nr.141/2011 og í anda þess sem fram kom í auglýsingu um styrki úr safnasjóði.
Lesa meira

Verklag við úthlutun úr safnasjóði

Safnaráð hefur samþykkt verklag við meðferð, mat og tillögu að úthlutun úr safnasjóði. Leitað var fyrirmynda hjá opinberum sjóðum og alþjóðlegum samkeppnissjóðum. 

Lesa meira