Safnaráð er ... 

Megin hlutverk safnaráðs er að hafa eftirlit með safnastarfsemi í landinu, vinna að stefnumörkun um safnastarf, fjalla um stofnskrár og viðurkenningar safna og veita umsagnir um styrkumsóknir í safnasjóð.

Mennta- og menningarmálaráðherra skipar safnaráð til fjögurra ára í senn.


Fréttir

16 viðurkennd söfn hafa fengið tilkynningu um eftirlit safnaráðs - 19.9.2016

16 söfn hafa nú fengið tilkynningu um eftirlit safnaráðs. Um er að ræða b) lið hins þríþætta eftirlits: Eftirlit með húsakosti safnsins, aðbúnaði safnkosts, varðveislu gripa og öryggismálum. Er því framfylgt með eyðublaði safna sem þau skila til safnaráðs og úttekt forvarða á staðnum.

Lesa meira

Verklagsreglur vegna úthlutunar úr safnasjóði. - 8.9.2016

Vegna nýrra úthlutunarreglna safnasjóðs hafa nýjar verklagsreglur verið samþykktar.
Verklagsreglum er einnig hægt að niðurhala hér

Lesa meira

Ársskýrsla safnaráðs 2015 - 8.9.2016

Ársskýrsla safnaráðs fyrir árið 2015 er nú aðgengileg á vef ráðsins. Skýrslan var samþykkt á 153. fundi ráðsins þann 30. ágúst s.l.  Lesa meira

Umsóknir í Safnasjóð

Lokað er fyrir umsóknir í safnasjóð

Safnaráð mun auglýsa eftir umsóknum um styrki úr safnasjóði fyrir árið 2017 haustið 2016.

 

Hlutverk safnasjóðs er að styrkja starf þeirra safna sem falla undir safnalög nr. 141/2011 .  Safnaráð gerir tillögu til mennta- og menningarmálaráðherra um úthlutun úr sjóðnum samkvæmt safnalögum úthlutunarreglum ráðsins.
Upphæð og fjöldi veittra styrkja fer eftir fjárveitingu á fjárlögum og umsóknum.

Lesa meira

Verklagsreglur vegna úthlutunar úr safnasjóði.

Vegna nýrra úthlutunarreglna safnasjóðs hafa nýjar verklagsreglur verið samþykktar.
Verklagsreglum er einnig hægt að niðurhala hér

Lesa meira