Safnaráð er ... 

Megin hlutverk safnaráðs er að hafa eftirlit með safnastarfsemi í landinu, vinna að stefnumörkun um safnastarf, fjalla um stofnskrár og viðurkenningar safna og veita umsagnir um styrkumsóknir í safnasjóð.

Mennta- og menningarmálaráðherra skipar safnaráð til fjögurra ára í senn.


Fréttir

Skrifstofa safnaráðs lokuð vegna sumarleyfa - 3.7.2015

Skrifstofa safnaráðs er lokuð vegna sumarleyfa til 17. ágúst Lesa meira

Leiðbeiningar um sýningu, pökkun og geymslu textíla á söfnum - 3.7.2015

Undanfarin tvö ár hefur Þórdís Anna Baldursdóttir fengið styrk úr safnasjóði til að útbúa leiðbeiningar um pökkun, sýningu og geymslu textíla. Leiðbeiningarnar eru nú aðgengilegar hér á heimasíðu safnaráðs. Lesa meira

Greinargerð um mat á ánægju umsækjenda - 22.6.2015

Í lok apríl 2015 var könnunin lögð fyrir þann 51 aðila sem hlaut styrk úr safnasjóði 2015. Alls svöruðu 39 aðilar og var svarhlutfallið því 76%, sem telst viðunandi. 

 Almennt virðast viðskiptavinir sjóðsins ánægðir með umsóknarferlið og úthlutunina. Sjóðurinn má vel við una, en gera þarf breytingar til að auka gagnsæi og upplýsingagjöf auk þess að halda áfram vinnu við breytingar á úthlutun rekstrarstyrkja úr sjóðnum.

Lesa meira

Umsóknir í Safnasjóð

Umsóknir í safnasjóð 2016

Umsóknarfrestur í safnasjóð árið 2016 verður í nóvember 2015.

 Mennta og menningarmálaráðherra úthlutar úr safnasjóði að fenginni tillögu safnaráðs. Tillaga safnaráðs verður unnin samkvæmt úthlutunarreglum ráðsins frá 18.09.2013, safnalögum nr.141/2011 og í anda þess sem fram kemur í auglýsingu um styrki úr safnasjóði.
Lesa meira

Safnasjóður leiðbeiningar

Markmiðið með þessum leiðbeiningum er að gefa hagnýtar ráðleggingar um gerð umsókna, gera umsækjendur hæfari í að sækja um styrki og fækka umsóknum sem uppfylla ekki viðmið og reglur sjóðsins.

Lesa meira