Um Safnaráð

Meginhlutverk safnaráðs er að hafa eftirlit með safnastarfsemi í landinu, vinna að stefnumörkun um safnastarf, fjalla um stofnskrár og viðurkenningar safna og veita umsagnir um styrkumsóknir í safnasjóð.

Safnasjóður

Hlutverk safnasjóðs er að efla starfsemi safna sem falla undir safnalög. Í þeim tilgangi getur sjóðurinn styrkt rekstur og skilgreind verkefni viðurkenndra safna og samstarfsverkefni slíkra safna innbyrðis.

Viðurkennd söfn

Safnaráð setur skilmála varðandi húsnæði, öryggismál, aðgengi, skráningarkerfi og faglegt starf sem söfn verða að uppfylla til að fá viðurkenningu safnaráðs.

Fréttir og tilkynningar

Lokadagur skilaskýrslna nálgast – 1.mars 2024

Skiladagur ársins 2024 fyrir skilaskýrslur um nýtingu styrkja úr safnasjóði nálgast, en það er 1.mars 2024. Við minnum á að það er á ábyrgð styrkhafa að skila skýrslum á réttum tíma. Ef skýrslum er skilað seint, þá getur það frestað greiðslum styrkja úr safnasjóði. Listi yfir styrki má finna hér fyrir neðan Skilaskýrslur með skilafrest …

Lesa meira

Aðalúthlutun 2024

Úthlutun fór fram í Safnahúsinu við hátíðlega athöfn að viðstöddu fjölmenni þar sem styrkþegar tóku á móti viðurkenningarskjölum. Úthlutunarboð safnaráðs fór fram í kjölfar ársfundar höfuðsafnanna þriggja; Þjóðminjasafn Íslands/ National Museum of Iceland, Listasafn Íslands / National Gallery of Iceland og Náttúruminjasafn Íslands í fyrirlestrasal Safnahússins við Hverfisgötu þriðjudaginn 23. janúar. Dagskrá fundarins hófst kl. …

Lesa meira

Ársfundur höfuðsafnanna og úthlutunarboð safnasjóðs

Þjóðminjasafn Íslands, Listasafn Íslands og Náttúruminjasafn Íslands ásamt safnaráði boða til árlegs fundar fyrir viðurkennd söfnsöfn.  Fundurinn mun fara fram í fyrirlestrasal Safnahússins við Hverfisgötu. Hægt er að sjá upptöku frá fundinum hér.  Dagskrá Ársfundar höfuðsafnanna og safnaráðs 14:00 – Velkomin – kaffi verður frammi fyrir gesti 14:15 – 14:45 – Aðgerðaráætlun Stefnumörkunar um safnastarf …

Lesa meira

Aukaúthlutun úr safnasjóði 2023

Menningarráðherra hefur nú úthlutað 24.800.000 kr. úr aukaúthlutun safnasjóðs 2023. Úr aukaúthlutun 2023 var 82 styrkjum úthlutað til 37 viðurkenndra safna, 59 styrkir eru til símenntunarverkefna og námskeiðahalds og 23 styrkir til stafrænna kynningarmála. Ráðherra úthlutar úr safnasjóði að fenginni umsögn safnaráðs. Listi yfir styrkveitingar úr aukaúthlutun safnasjóðs 2023   Úthlutun úr safnasjóði 2023 Úr …

Lesa meira

Jólakveðja frá safnaráði

Safnaráð óskar safnmönnum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og þakkar fyrir árið sem er að líða. Skrifstofa safnaráðs verður lokuð yfir jólin og opnar á ný miðvikudaginn 3. janúar 2024.

Lesa meira